Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lokið

10.07.2015 - 00:37
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
51.296 undirskriftir hafa safnast á vefsíðunni thjodareign.is en söfnun undirskrifta lauk nú á miðnætti. Varð söfnunin því fimmta stærsta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar.

Þeir sem skrifuðu undir á thjodareign vilja að lögum þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað lengur en til eins árs sé vísað í þjóðaratkvæði á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum er í stjórnarskrá.
Aðstandendur söfnunarinnar tilkynntu á Facebook síðu hennar á þriðjudag að ákveðið væri að ljúka söfnuninni á miðnætti í kvöld. Á næstunni verður hugað að því að koma söfnuninni til forseta Íslands.