Umferðarslys á Suðurlandsvegi

12.08.2017 - 15:25
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi í júlí 2017.
 Mynd: Jón Örn Guðbjartsson  -  Háskóli Íslands
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu eftir klukkan tvö í dag vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi, vestan við Selfoss.

Á vef Mbl.is kemur fram að miklar umferðartafir séu á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli vegna slyssins. Ekki fást upplýsingar um tildrög slyssins eða hve alvarlegt það var, að svo stöddu.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV