Þrír kylfingar jafnir eftir fyrsta dag

19.05.2017 - 17:46
Mynd með færslu
 Mynd: Golfsamband Íslands
Gunnar Smári Þorsteinsson, Dagbjartur Sigurbrandsson og Hlynur Bergsson eru efstu menn eftir fyrsta hring á Eimskipsmótaröðinn í golfi sem hófst á Hólmsvelli í Leirunni í morgun.

Þeir Gunnar, Dagbjartur og Hlynur léku allir á þremur höggum undir pari en Ragnhildur Kristinsdóttir lék best kvenna og er á einu höggi undir pari. Alls eru 104 keppendur skráðir til leiks en mótið, Egils Gullmótið, er það þriðja í Eimskipsmótaröðinni. 

Stöðuna á mótinu má sjá með því að smella hér

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður