Svona tekur Ásbjörn vítaskotin

19.05.2017 - 13:51
Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH í handbolta hafði skorað úr öllum 11 vítaskotum sínum gegn Val í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fjórða leik liðanna í gær. Áhugavert er að í öllum þeim vítaskotum skaut Ásbjörn boltanum neðarlega í markið.

„Ég reyni bara að skora úr þessum vítum og er ekkert að spá endilega hvar ég skýt.“ sagði Ásbjörn í viðtali við RÚV fyrir leikinn. Hann tók þrjú víti í leiknum í gær og skoraði úr tveimur. Í seinna vítamarkinu skaut hann ofarlega á markið, í fyrsta sinn í úrslitaeinvígi liðanna.

Myndkskeið með vítaskotum Ásbjörns og viðtali við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.

FH vann leikinn í gær 30-25 og jafnaði einvígið í 2-2. FH og Valur mætast því í oddaleik, hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn klukkan 16:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV sem hefst klukkan 15:30.