Stærsta verkefni í sögu Íslenska dansflokksins

Borgarleikhúsið
 · 
Dans
 · 
Fórn
 · 
Kastljós
 · 
Menningin
 · 
Myndlist
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Stærsta verkefni í sögu Íslenska dansflokksins

Borgarleikhúsið
 · 
Dans
 · 
Fórn
 · 
Kastljós
 · 
Menningin
 · 
Myndlist
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
16.03.2017 - 13:46.Davíð Kjartan Gestsson.Kastljós, .Menningin
Fórn er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Borgarleikhússins og sviðslistahátíðarinnar LÓKAL, þar sem tengsl listarinnar og trúarþarfar mannsins eru krufin. Í verkinu mætast dans, myndlist og tónlist í allsherjar rannsókn á mannlegu eðli. „Þetta er nánast listahátíð,“ segir Bjarni Jónsson dramatúrg, „þar sem listamenn úr ýmsum áttum koma saman og gera sjálfstæð verk.“

„Í þessu verkefni erum við að velta okkur upp úr hugmyndum um trú og trúaarbrögð – hvaðan þetta er sprottið, og eins með listina: Hvar þetta byrjar nú allt saman. Auðvitað kemst maður að því að þetta á sér sömu rótina – og hún liggur aftur á forsögulegan tíma.“

Hugmyndin sprottin úr áformum um giftingu

Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson eru listrænir stjórnenendur verksins en hugmyndin kviknaði fyrir sex árum. „Já það var pínulítið hugmyndin að gera samstarfið milli danslistarinnar og myndlistarinnar að aðalatriði. Það sem er skemmtilegt í þessu er að við erum öll að gera eitthvað alveg glænýtt og fara langt út fyrir þægindarammann,“ segir Erna Ómarsdóttir.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Erna Ómarsdóttir.

„Ef ég man rétt þá var það þannig að ég og Valdi, sambýlismaður minn og samstarfsmaður, vorum að spá í að gifta okkur. Út frá þessari giftingarpælingu fórum við að hugsa um helstu helgisiði mannanna. Við ákváðum að búa til listaverk um þessa helgisiði, áður en við mundum gifta okkur.“

Þrjár helstu helgiathafnir mannkyns

Í verkinu eru þrjár helstu helgiathafnir mannkyns teknar fyrir: manndómsvígsla, hjónavígsla og sálumessa. Gabríela Friðriksdóttir fékk greftrun og sálumessu sem umfjöllunrefni og vann upp úr því myndbandsverkið Dies Irae, verk Gabríelu varð svo aftur Ernu og Valdimari innblástur að dansverkinu Helgidómnum.

Borgarleikhúsið
 Mynd: RÚV

Erna og Valdimar leituðu til Matthews Barney myndlistarmanns og fólu honum það verkefni að endurskapa hjónavígsluna í formi listaverks. Afraksturinn er kvikmyndin Sameiningin, eða Union of the North, sem var tekin upp í Kringlunni.

Manndómsvígslan, eða fermingin, er í höndum Ragnars Kjartanssonar, Margrétar Bjarnadóttur og Bryce Dessner, í verkinu Ekkert á morgun eða No Tomorrow. Ragnar lýsir verkinu sem gítarballett, þrívíðu dans- og hljómverki.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson.

„Við erum að vinna ballett, gítarballett ef svo má segja,“ segir Ragnar. „Þetta er nokkurs konar leið til að gera tónlistina algerlega rýmislega. Venjulega þegar maður sér leikhús er tónlistin í tvívídd, hún kemur annað hvort úr græjunum eða upp úr gryfjunni, en þarna ferðast gítararnir um sviðið þannig að þú finnur algerlega hvernig dansararnir snúa á sviðinu, hljóðið er á algerri hreyfingu.“ 

Mynd með færslu
 Mynd: Borgarleikhúsið  -  RÚV

Fórn verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í dag, 16. mars. Einungis fimm sýningar eru áætlaðar á Íslandi, en að þeim loknum verður verkið sýnt í Lundúnum og Vínarborg.