Söngvar um Svíþjóð

Klassísk tónlist
 · 
Landaparís
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
Södermalm í Stokkhólmi  Mynd: Flickr.com

Söngvar um Svíþjóð

Klassísk tónlist
 · 
Landaparís
 · 
Menningarefni
14.07.2017 - 17:02.Una Margrét Jónsdóttir.Landaparís
Fjallað verður um Svíþjóð í 3. þætti þáttaraðarinnar „Landaparís“, fim. 20. júlí kl. 14.03. Ótal vinsælir söngvar hafa verið samdir um staði í Svíþjóð, til dæmis þekkja margir óðinn um héraðið Vermaland : „Ack, Värmeland du sköna“ og Glúntasöngva Wennerbergs um háskólaborgina Uppsali.

 

Astrid Lindgren ólst upp í Smálöndunum og það gerði líka prakkarastrákurinn í sögu hennar „Emil í Kattholti“, en svo er til söngur um stúlkurnar í Smálöndunum: „Flickorna i Småland“ eftir Williams og Lundberg. Evert Taube hefur líka samið marga söngva um staði í Svíþjóð, til dæmis „Stockholmsmelodi“ sem fjallar um sjálfa höfuðborgina, Stokkhólm. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Mynd: Stokkhólmur.