Sögur og tengingar á milli þeirra

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Orð um bækur

Sögur og tengingar á milli þeirra

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Orð um bækur
Mynd með færslu
19.03.2016 - 17:13.Jórunn Sigurðardóttir.Orð um bækur
Raddir úr húsi loftskeytamannsins heitir ný skáldsaga eftir Steinunni G. Helgadóttur. Ótal raddir mynda þessa sögu sem gerist í Reykjavík í fortíð, nútíð og framtíð. Hér segir af ungum manni sem leitar uppi hálfsystkini sín og jafnaldra 11 að tölu; hér segir af tvíburasystrunum Mónu og Maríu sem eru mjög ólíkar en svo heppnar að erfa sjoppu, en einnig af Bigga tönn og Pétriog Vilhelmínu og pabba hennar svo aðeins nokkrar persónur þessarar fjörlegu sögu séu nefndar.

Hér segir Steinunn frá sögunum og persónunum í bókinni Raddir úr húsi loftskeytamannsins.

Steinunn S. Helgadóttir stundaði á sínum tíma nám við fornámsdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands en fluttist síðan til Svíðþjóðar og hélt náminu áfram í Gautaborg. Á síðustu áratugum síðustu aldar hélt Steinunn nokkrar einkasýningar og tók þátt í ýmsum samsýningum. Síðustu áratugina hefur hún einkum unnið sem sýningarstjóri og fengist við skriftir.

Fyrsta bók Steinunnar var ljóðabókin Kafbátakórinn sem kom út árið 2011 og Skuldunautar árið 2013 og nú er sem sagt komin skáldsaga Raddir úr húsi loftskeytamannsins.