Skoraði flautukörfu af 20 metra færi

20.03.2017 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd: ESPN  -  Skjáskot
Destiny Slocum, leikmaður kvennaliðs Maryland-háskóla í Bandaríkjunum, skoraði einhverja ótrúlegustu flautukörfu sem sést hefur á körfuboltavelli í leik gegn Háskólanum í Vestur-Virginíu í gær.

Leiktíminn var að renna út í fyrri hálfleik þegar Slocum kastaði boltanum af 20 metra færi með báðum höndum líkt og hún væri að taka innkast í knattspyrnuleik. Þrátt fyrir að mótherji reyndi að trufla skot Slocum fór boltinn ofan í körfuuna og hún breytti stöðunni í 38-24 fyrir Maryland sem vann leikinn 83-56. Sjón er sögu ríkari.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður