Skóflustunga að Dýrafjarðargöngum í maí

21.04.2017 - 10:56
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fyrsta skóflustungan að Dýrafjarðargöngum verður tekin um miðjan maí. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Samgönguráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækja skrifuðu undir samning um gerð ganganna í gær. Einn og hálfur milljarður er ætlaður í framkvæmdina í ár og þrír á því næsta. Verktakarnir, Metrostav frá Tékklandi og Suðurverk, hyggjast gera göngin fyrir 8,7 milljarða króna, samkvæmt tilboði.

Til stóð að skrifa undir samning um Dýrafjarðargöng á Hrafnseyri við Arnarfjörð en vegna veðurs og ófærðar var skrifað undir í Reykjavík.

Tilboð Suðurverks og Metrostavs er undir kostnaðaráætlun, eða 93 prósent af áætluninni. Það var 630 milljónum króna lægra en næstu boð. Fimm skiluðu tilboði. Ákveðið var að fresta ekki undirskrift þar sem fulltrúar Metrostav voru komnir hingað til lands frá Prag. Þá þótti ekki gott vegna verksins sjálfs að fresta undirskrift.