Skiptust á skotum á Amager

20.04.2017 - 18:37
Mynd með færslu
 Mynd: politiet.dk
Nokkrum skotum var hleypt af á Amager í Kaupmannahöfn síðdegis í dag. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir lögreglunni að tveimur glæpagengjum hafi lent saman. Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan hefur eftir vitnum að hóparnir hafi flúið hvor í sína áttina eftir að skotunum var hleypt af.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV