Skiptir öllu að fá að vinna

20.03.2017 - 10:00
„Við erum að leita að hæfileikum. Við horfum á styrkleika fólks en ekki hvað vantar,“ segir Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla á Akranesi. Skólinn hefur hrundið af stað svokölluðu starfseflingarverkefni sem byggir á því að leita sérstaklega eftir fólki með skerta starfsgetu og finna þeim verkefni sem henta.

„Við ræddum mikið um Skóla án aðgreiningar og niðurstaðan var sú að það ætti að gilda um starfsfólk líkt og nemendur og í kjölfarið fórum við í samstarf við Vinnumálastofnun, Starfendurhæfingu Vesturlands og fleiri aðila og það hefur gengið vel. Í dag eru hjá okkur sjö góðir starfsmenn sem komið hafa í gegnum Starfseflingarverkefnið,“ segir Sigurður Arnar. 

„Ég var orðin öryrki, óvinnufær útaf gigt,  en fékk tækifæri til að koma hingað í hlutastarf sem lestrarvinur,“ segir Rósa Sigurðardóttir. „Það skiptir mig öllu máli að geta unnið og það má segja að þetta hafi bjargað lífi mínu.“

Landinn forvitnaðist um verkefnið. Þáttinn í  heild er hægt að sjá hér. 

Mynd með færslu
Gísli Einarsson
Landinn