Skíðasvæði Snæfellsness loksins opnað

01.03.2017 - 10:58
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Hildimundardóttir
Skíðasvæði Snæfellsness í Grundarfirði hefur loksins verið opnað. Þetta er í fyrsta sinn að skíðasvæðið er opið almenningi eftir að hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið. Í fyrra voru þó nokkrar tilrauna-opnanir. Undanfarið ár hefur hópur sjálfboðaliða gert svæðið upp, endurnýjað diska í 600 metra diskalyftu, keypt og lagað troðara og lítill skíðaskáli lagaður.
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Hildimundardóttir

Hólmfríður Hildimundardóttir, sem er í stjórn skíðafélagsins í Grundarfirði, segir mikla hamingju vera með að hafa opnað svæðið enda snjóleysið sett strik í reikninginn. Svæðið opnaði fyrst á mánudaginn og hún segir að keppst hafi verið við að troða brekkurnar, enn megi svæðið þó við meiri snjó til að geta troðið fleiri leiðir. Hún er bjartsýn á að svæðið verði opið um helgina miðað við veðurspá. Hólmfríður segir algjör forréttindi að vera komin með skíðasvæði í bakgarðinn en skíðasvæðið er staðsett í brekkunum ofan við Grundarfjörð.

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV