Sjöundi LPGA sigurinn hjá Nordqvist

20.03.2017 - 11:11
Anna Nordqvist, of Sweden, holds the trophy after winning The Bank of Hope Founders Cup LPGA golf tournament Sunday, March 19, 2017, in Phoenix. (AP Photo/Rick Scuteri)
 Mynd: AP
Anna Nordqvist frá Svíþjóð sigraði á Bank of hope founders mótinu í golfi á LPGA mótaröðinni í golfi sem lauk í Phoeniz í Arizona í Bandaríkjunum í gærkvöld. Þetta er sjöundi sigur hennar á mótaröðinni frá upphafi.

Nordqvist lék hringina fjóra á 25 höggum undir pari og varð tveimur höggum á undan þremur kylfingum sem voru jafnir í 2.-4. sæti, In Gee Chun frá Surður Kóreu, Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Bandaríkjakonan Stacy Lewis.

Fyrir sigurinn fékk Nordqvist sem nemur tæplega 25 milljónum króna í verðlaunafé en 11,5 milljónir fengust fyrir 2. sætið. Hún fór upp um tvö sæti í það ellefta á heimslistanum. Mótið var gríðarlega sterkt en níu af 10 efstu kylfingum heimslistans voru meðal þátttakenda.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu og varð af verðlaunafé. Hún lék fyrstu tvo hringina á 3 höggum undir pari.