Sjö létust í óveðri á Haítí

19.05.2017 - 16:57
epa03446509 A man pulls a pig along a flooded street in Port au Prince, Haiti, 25 October 2012. Three people have died in Haiti due to heavy rains caused by the category two Hurricane Sandy that has the country in maximum alert, according to an official
Vatn flæddi um götur í Port au Prince, höfuðborg Haítís, þegar fellibylurinn Matthew fór þar yfir síðastliðið haust.  Mynd: EPA  -  EFE
Sjö hafa fundist látnir og nítján fiskimanna er saknað eftir tveggja daga rok og rigningu á Haítí. Tvö börn eru meðal þeirra sem létust, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis landsins. Hann sagði að fólkið hefði ekki farið eftir ábendingum um hvernig best væri að bjarga sér meðan á óveðrinu stæði.

Jarðvegurinn er rennblautur eftir úrhellið, svo að mikil hætta er á skriðum. Byrjað er að opna vegi sem lokuðust og leit er hafin að fiskimönnunum. Sumar byggðir í fjöllunum eru enn einangraðar þar sem ár flæða yfir bakka sína og vegir hafa rofnað. Sums staðar þar sem veðrið var verst eru enn verksummerki um fellibylinn Matthew sem barði á Haítí í október síðastliðnum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV