Sjáðu hræðileg mistök Valdés í sigri Man.Utd

19.03.2017 - 14:37
epa05217084 Manchester United's Marouane Fellaini reacts during the UEFA Europa League round of 16 soccer match between Manchester United and Liverpool at Old Trafford in Manchester, Britain, 17 March 2016.  EPA/PETER POWELL
 Mynd: EPA
Manchester United vann í dag 3-1 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Með sigrinum komst United í 5. sæti deildarinnar.

Marouane Fellaini kom United á bragðið á 30. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Ashley Young. Jesse Lingard skoraði svo gullfallegt mark á 62. mínútu þegar hann hamraði boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Victor Valdés í marki Middlesbrough.

Heimamenn neituðu þó að gefast upp og eftir slæma hreinsun frá Chris Smalling tókst Rudy Gestede að koma boltanum í netið á 77. mínútu og staðan 2-1. Þrátt fyrir mikla pressu Middlesbrough tókst þeim ekki að koma boltanum aftur í netið. Það var svo á síðustu mínútum leiksins sem Victor Valdés gerðist sekur um agaleg mistök sem urðu til þess að Antonio Valencia kom boltanum í autt markið, lokatölur 3-1 Manchester United í vil.

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður