Rútur flóttamanna aftur af stað

21.04.2017 - 08:12
epa05916090 A handout photo made available by official Syrian Arab news agency SANA shows three buses carrying 131 persons from the towns of Kafraya and al-Foua?a, arrive in Aleppo, Syria, 19 April 2017. Among the arriving persons were 37 wounded persons
Þrjár rútur flóttamanna í Rashidin í fyrradag.  Mynd: EPA  -  SANA
Hluti almennra borgara sem fluttur var frá bæjunum Fuaa og Kafraya í Sýrlandi fyrr í vikunni í samræmi við samkomulag þess efnis, fékk að fara frá bænum Rashidin í morgun eftir að hafa setið þar fastur í tvo sólarhringa.

Um 3.000 flóttamenn komu með 45 rútum frá Fuaa og Kafraya til Rashidin á miðvikudag, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar AFP fóru tíu rútur þaðan í morgun.

Þá hafi allar ellefu rúturnar sem komið hefðu með flóttafólk og uppreisnarmenn frá Zabadani og tveimur öðrum svæðum uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus haldið af stað í morgun.