Ronaldo afhjúpar „hryllilega“ styttu af sér

30.03.2017 - 10:43
Marcelo Rebelo de Sousa forseti, Antonio Costa forsætisráðherra, styttan af Ronaldo, og Cristiano Ronaldo sjálfur, á alþjóðaflugvellinum á Madeira.
Forseti Portúgal, forsætisráðherra Portúgal, styttan af Ronaldo og Cristiano Ronaldo sjálfur, á alþjóðaflugvellinum á Madeira.  Mynd: EPA  -  LUSA
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo afhjúpaði í gær bronsstyttu af sjálfum sér á alþjóðaflugvellinum á Madeira. Flugvöllurinn hefur verið nefndur í höfuðið á Ronaldo: Cristiano Ronaldo Madeira International Airport – Cristiano Ronaldo alþjóðaflugvöllurinn.

Fjölmiðlar virðast á einu máli um að styttan sé ekki mjög lík Ronaldo. Hún sé raunar alger hryllingur.

Ronaldo er fæddur í Funchal, höfuðstað Madeira – portúgalskrar eyju rúma átta hundruð kílómetra suðvestur af Portúgal. Ronaldo afhjúpaði styttuna í gær ásamt Marcelo Rebelo de Sousa, forseta Portúgals, og Antonio Costa forsætisráðherra.

epaselect epa05877450 The bust of Portuguese soccer player Cristiano Ronaldo pictured during a naming event at Madeira's airport in Santa Cruz, Madeira island, Portugal, 29 March 2017. The Madeira International Airport was offically named to
 Mynd: EPA  -  LUSA
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV