Reyndi Gestede að bíta Bailly?

19.03.2017 - 16:45
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Athyglisvert atvik átti sér stað undir lok leiks Manchester United og Middlesbrough sem lauk fyrr í dag. Manchester vann leikinn 3-1

Þegar örfáar mínútur voru eftir brutust út slagsmál á vellinum sem enduðu með því að Rudy Gestede leikmaður Middlesbrough gerði, að því er virðist, tilraun til að bíta Eric Bailly leikmann Man.United.

Fróðlegt verður að sjá hvað enska knattspyrnusambandið geri í framhaldinu en ljóst er að þetta er refsivert atvik. 

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður