„Rann eins og hind í vatn“

19.04.2017 - 14:55
Tengsl og samskipti voru útgangspunkturinn við hönnun húss stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, að sögn Kristjáns Garðarssonar, hönnunarstjóra arkitektastofunnar sem hannaði vinningstillöguna.

Í Menningunni í Kastljósi í kvöld kl. 19.35 segir Kristján frá hönnuninni og rætt verður við Vigdísi Finnbogadóttur sjálfa, sem segist hafa „runnið eins og hind í vatn“ þegar hún sá teikninguna í fyrsta sinn.

Húsið – sem hlaut í gær nafnið Veröld, hús Vigdísar – verður opnað við hátíðlega athöfn á morgun, sumardaginn fyrsta. Hátíðardagskráin verður send út í beinni á RÚV.is. Útsending hefst kl. 15.00.