Rakel byrjar á bekknum á morgun - aðrar heilar

17.07.2017 - 17:43
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Harðarson  -  RÚV
Rakel Hönnudóttir er eini leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er ekki tilbúin til að byrja leikinn gegn Frakklandi í fyrsta leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Hollandi annað kvöld. Rakel varð fyrir nárameiðslum í síðustu umferð Pepsí-deildarinnar fyrir EM í leik með Breiðabliki.

Hún hefur þó æft með liðinu og verður til taks á bekknum. Freyr Alexandersson staðfesti þetta á fjölmiðlafundi liðsins í Tilburg í dag en liðið æfði svo á keppnisvellinum, Koning Willem II-vellinum, síðdegis. 

Aðrir leikmenn eru samkvæmt Freyr klárar í slaginn frá fyrstu mínútu en sagði á fjölmiðlafundi í gær að hann væri búinn að velja byrjunarliðið fyrir stórleikinn annað kvöld. Það kemur í ljós um 90 mínútum fyrir leik hvaða ellefu leikmenn byrja inn á í liði Íslands. 

Leikur Íslands og Frakklands verður sýndur beint á RÚV og lýst á Rás 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á RÚV klukkan 18:15 annað kvöld. 

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður