Ponzinibbio potaði í augu Gunnars

17.07.2017 - 10:36
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot  -  RÚV
Gunnar Nelson tapaði í gærkvöldi í UFC-bardaga blandaðra bardagalista fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio. Sá argentínski varð fyrstur til að rota Gunnar í UFC en beitti bellibrögðum.

Gunnar ræddi það eftir bardagann að Ponzinibbio hefði potað í augu hans í upphafi bardagans og eftir það hafi hann séð tvöfalt. Það hafi svo gert honum erfiðara fyrir að sjá og verjast höggi Argentínumannsins.

Bardagaíþróttafélagið Mjölnir, sem Gunnar tilheyrir, birti svo í morgun myndir á Twitter þar sem augnapotið sést mjög greinilega.

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður