Orri Harðarson bæjarlistamaður Akureyrar

Akureyri
 · 
Norðurland
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
Aftari röð frá vinstri: Fanney Hauksdóttir, Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður Lögmannshlíðar, Edda Friðgeirsdóttir og Kristinn Björnsson. Fyrir framan þau sitja Jenný Karlsdóttir og Orri Harðarson.  Mynd: Akureyrarbær

Orri Harðarson bæjarlistamaður Akureyrar

Akureyri
 · 
Norðurland
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
21.04.2017 - 13:50.Atli Þór Ægisson
Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson hefur verið valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2017-2018. Þetta var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu í gær, sumardaginn fyrsta, en þar voru einnig veittar ýmsar viðurkenningar.

Orri á að baki langan feril sem tónlistarmaður en hefur síðustu árin snúið sér meira að ritlistinni og gefið út nokkrar skáldsögur. Hann vinnur nú að lagasmíðum fyrir nýja plötu og er með fleiri skáldsögur í bígerð, segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Á Vorkomunni fengu Kristinn Björnsson og Edda Friðgeirsdóttir einnig viðurkenningu úr Húsverndunarsjóði fyrir endurbætur á Aðalstræti 32, og Fanney Hauksdóttir, arkitekt fékk byggingarlistarverðlaun fyrir hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð. Þá hlaut handverkskonan Jenný Karlsdóttir heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs fyrir að varðveita og upphefja íslenska menningararfinn, en hún hefur um langa hríð safnað munstrum og gert aðgengileg fyrir almenning, m.a. með vefsíðunni munstur.is

Tengdar fréttir

Innlent

Nína Dögg Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017