Ópus 132 - Strokkvartettinn Siggi

Klassísk tónlist
 · 
op132
 · 
strokkvartettinnsiggi
 · 
Tónlist
 · 
Úr tónlistarlífinu
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Strokkvartettinn Siggi  -  Stokkvartettinn Siggi

Ópus 132 - Strokkvartettinn Siggi

Klassísk tónlist
 · 
op132
 · 
strokkvartettinnsiggi
 · 
Tónlist
 · 
Úr tónlistarlífinu
 · 
Menningarefni
21.04.2017 - 11:22.Arndis Björk Ásgeirsdóttir.Úr tónlistarlífinu
Hljóðritun frá tónleikum Strokkvartettsins Sigga í Norðurljósasal Hörpu í röðinni Sígildir sunnudagar 12. mars. Á efnisskrá eru strengjakvartettar eftir Halldór Smárason, Finn Karlsson, Báru Gísladóttur og Ludwig van Beethoven. Á dagskrá í þættinum Úr tónlistarlífinu 23. apríl kl. 16:05

Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 en til hans var stofnað af ástríðu við það verkefni að spila strengjakvartetta.  Kvartettinn er skipaður fiðluleikurunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara og Sigurði Bjarka Gunnarssyni sellóleikara. Þó kvartettinn sé fremur nýr af nálinni hafa meðlimir hans unnið lengi saman á öðrum vettvangi, en öll starfa þau sem hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands og eru meðlimir í Kammersveit Reykjavíkur.  

Efnisskrá

Halldór Smárason: draw+play  (frumflutningur)

Finnur Karlsson: Ten Days Around Midwinter

Bára Gísladóttir: Otoconia fyrir kvartett og rafhljóð 

L. van Beethoven: Strengjakvartett nr. 15 í a moll ópus 132