MLB: Rangers í góðri stöðu

25.10.2011 - 10:30
Mynd með færslu
Texas Rangers hafði í gærkvöld betur gegn St. Louis Cardinals, 4-2 í úrslitaeinvíginu um meistaratignina í hafnaboltanum í Bandaríkjunum. Rangers er þar með komið í forystu í einvíginu, 3-2 og er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér titilinn.

Lið Rangers hefur unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli. Liðin halda nú til St.Louis og leika næstu tvo leiki þar, þ.e.a.s. ef Kardinálunum tekst að jafna metin í næsta leik.