Matargerð á að þróast inni á heimilunum

Matargerð
 · 
Soð
 · 
Tengivagninn
 · 
Menningarefni

Matargerð á að þróast inni á heimilunum

Matargerð
 · 
Soð
 · 
Tengivagninn
 · 
Menningarefni
17.07.2017 - 17:00.Jóhannes Ólafsson.Tengivagninn
Kristinn Guðmundsson er ungur Keflvíkingur sem hefur síðastliðin ár búið í Belgíu. Þar hefur hann fengist við myndlist og eldamennsku og heldur úti matreiðsluþáttunum SOÐ. Hann segir að matargerð eigi ekki eingöngu að þróast inni á veitingastöðum.

Matur er eins og málverk

Fyrstu skref Kristins í matargerð voru tekin þegar hann sá um að elda pylsur og bakaðar baunir í skátunum en þegar hann var á 17. ári ári fékk hann vinnu sem bakari hjá Pizza '67 í Keflavík. „Þar lærði ég fyrst um tengingu bragða. Þar fékk ég tilfinninguna fyrir því að laukur væri ekki bara laukur og pepperoni er ekki bara pepperoni. Þetta er samansafn af allskonar hlutum, eins og málverk.“

Gaseldavél í skókassa og borvél til að þeyta

Kristinn hefur nú búið í 11 ár á meginlandi Evrópu og lært ljósmyndun og myndlist. Hann hefur nú verið búsettur í Brussel í Belgíu undanfarin 5 ár, þar sem hann eldar hann á heimilislegan máta á vinnustofunni sinni. Þar nýtir hann ýmis furðuleg verkfæri við eldamennskuna á borð við við borvél til að þeyta og geymir gaseldavélina í skókassa. Hægt er að fylgjast með eldhúsævintýrum Kristins í þáttunum SOÐ sem hann birtir á Youtube.

„Ég var hræddur um að hafa ekki neitt að gera þannig ég ákvað að sjóða í einn svona þátt. Þetta hefur alltaf legið einhvern veginn fyrir mér, ég er performer í minni list. Ég hef þannig verið að reyna að ná þessum tveimur heimum og búa til eitthvað eitt, þar sem myndlist gæti komið sér að notum við matreiðslu.“

Margt sameiginlegt með íslenskri og belgískri matargerð

„Belgísk matarmenning snertir mig mjög mikið. Hún er þung, það er vetur í henni og ætti að tengjast íslenskri matargerð svolítið mikið. En hún tengist Frakklandi líka, þeir stela mikið frá frönsku eldhúsi.“

Kristinn segir íslenska matargerð vera spennandi og hafi mikið svigrúm fyrir tilraunamennsku. „Mér finnst vera breyting að eiga sér stað og ég væri til í að nota SOÐ þættina til að taka þá breytingu og færa hana inn á heimilin.“

Kristinn og Suðarinn

„Við erum alltaf karakter,“ segir Kristinn. „Maður er alltaf að leika hlutverk, eiginmannsins, pabbans og mannsins sem fer í bankann.“ Kristinn segir að ef til vill megi greina örlítinn mun á sinni persónu og persónunni sem kemur fram í SOÐ, sem hann kallar Suðarann. „Ég er alveg báðir þessir karakterar.“

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Ólafsson
Kristinn hægeldaði lamb fyrir gesti Soðboðsins.

Tengivagninn heimsótti Kristinn Guðmundsson í Grímsnesinu og spjallaði við hann um matargerð, myndlist og matreiðsluþættina SOÐ.