Martin Landau látinn

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Norður Ameríka
epa03428077 US actor Martin Landau attends the 'Frankenweenie' premiere at the 56th BFI London Film Festival, in London, Britain, 10 October 2012. The film festival runs from 10 to 21 October.  EPA/ANDY RAIN
Martin Landau.  Mynd: EPA

Martin Landau látinn

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Norður Ameríka
17.07.2017 - 08:14.Kristján Róbert Kristjánsson
Bandaríski leikarinn Martin Landau er látinn 89 ára að aldri. Landau lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á meira en sextíu ára ferli.

Hann hóf leikferilinn á sviði, en fyrsta kvikmyndin var North by northwest í leikstjórn Alfreds Hitchcocks, sem gerð var árið 1959. Landau sló svo í gegn í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Mission Impossible á sjöunda áratugnum.

Hann var nokkrum sinnum tilnefndur til Emmy- Golden Globe- og Oscars-verðlauna fyrir leik sinn og hlaut Oscars-verðlaunin árið 1994 fyrir hlutverk sitt sem hryllingsmyndaleikarinn Bela Lugosi í myndinni Ed Wood.