KR-ingar komnir yfir í einvíginu

08.04.2017 - 12:21
Mynd með færslu
Brynjar Þór Björnsson skoraði 17 stig í kvöld.  Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski  -  RÚV
Naumur þriggja stiga sigur í DHL-höllinni í gær kom KR-ingum yfir í einvíginu gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.

Keflvíkingar voru gríðarlega sprækir í fyrir hálfleik og gerðu KR erfitt fyrir en í hálfleik var staðan 50-45, Keflavík í vil.

KR komst betur í takt við leikinn í síðari hálfleik og í undir lok þriðja leikhluta náðu heimamenn forystunni. Keflvíkingum tókst ekki að snúa leiknum aftur sér í vil og eftir spennuþrungar lokasekúndur tryggðu KR-ingar sé þriggja stiga sigur, 91-88.

KR er því komið 2-1 yfir í einvíginu og getur því tryggt sér sæti í úrslitunum á þriðjudaginn þegar liðin mætast í Keflavík.

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður