Kinder Versions

Plata vikunnar
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Tónlist

Kinder Versions

Plata vikunnar
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Tónlist
Mynd með færslu
17.07.2017 - 07:59.Matthías Már Magnússon.Plata vikunnar, .Poppland
Hljómsveitin Mammút sendir frá sér sína fjórðu breiðskífu, „Kinder Versions“ og er platan plata vikunnar á Rás 2. Þetta er í fyrsta skipti sem Mammút gefur út plötu sem sungin er á ensku og jafnframt í fyrsta skipti sem sveitin gefur út plötu utan Íslands en sveitin gerði útgáfusamning við bresku útgáfuna Bella Union um útgáfu þessarar plötu. Record Records gefur út á Íslandi sem fyrr.

Mammút var stofnuð árið 2003 og tók hún þátt og sigraði í Músíktilraunum 2004. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2006 hjá Smekkleysu og braust svo almennilega upp á yfirborðið árið 2008 þegar sveitin samdi við Record Records um útgáfu á sinni annarri breiðskífu, „Karkari“, sem innihélt hvern smellinn á eftir öðrum. Mammút fylgdi þeirri plötu eftir af mikilli hörku bæði hér heima og í Evrópu og var því lengi að komast aftur í gang að vinna að sinni þriðju breiðskífu sem kom ekki út fyrr en 5 árum seinna eða árið 2013 en það var þá sem sveitin sendi frá sér, „Komdu til mín svarta systir“. Fjölmiðlar völdu hana bestu plötu ársins og hlaut sveitin sjö tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 og unnu hvort tveggja verðlaun fyrir plötu og lag ársins. Var því greinilegt að að fimm ára biðin skilaði sínu fyrir Mammút.
Nú, 4 árum síðar er komið að fjórðu breiðskífu Mammút, „Kinder Versions“, sem inniheldur 9 frábær lög, þ.á.m. smáskífurnar „Breathe Into Me“ og „The Moon Will Never Turn On Me“ sem þegar hafa fengið að hljóma á útvarpsstöðvum landsins.
 

Arnar Eggert og Andrea Jóns ræddu plötuna Kinder versions með Mammút í Popplandi 21. júlí 2017.