Jamie Carragher á leið til landsins

19.03.2017 - 14:26
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Jamie Carragher er á leið til landsins í maí næstkomandi, hann mun vera heiðursgestur á árshátið Liverpoolklúbbsins á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu Liverpoolklúbbsins á Facebook.  Árshátíðin fer fram í Kórnum 24. maí.

Carragher lék lengi vel í hjarta varnar liðsins frá Bítlaborginni en eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2013 hefur hann starfað sem sérfræðingur fyrir Sky Sports.

Áður hafa Robbie Fowler, Dietmar Hamann, Ian Rush og John Barnes verið fengnir hingað til lands í tengslum við árshátíð klúbbsins.

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður