Högni lagðist í bókagrúsk fyrir Paradísarheimt

Paradísarheimt
 · 
Poppland
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Högni lagðist í bókagrúsk fyrir Paradísarheimt

Paradísarheimt
 · 
Poppland
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
09.03.2017 - 11:46.Davíð Kjartan Gestsson.Paradísarheimt, .Poppland
Byrjunarlag þáttanna Paradísarheimt, þar sem Jón Ársæll ræðir við fólk sem á við geðrænan vanda að stríða, hefur vakið athygli. Það hefur hvergi komið formlega út, en það er nú komið í spilun á Rás 2. Hægt er að hlusta á lagið hér.

Smalað í kvæði upp úr John Milton

Lagið er samið af Högna Egilssyni og  var það sérstaklega tekið upp fyrir þættina. Högni henti sér í bókagrúsk þegar hann samdi það. Rannsóknarvinnan hófst á safnadeild RÚV. Þaðan lá leið hans í Bókina, fornbókaverslunina á Klapparstíg, þar sem honum var bent á að elta uppi Paradísarmissi Johns Miltons á Landsbókasafninu.

Hann hafi svo snúið aftur í Útvarpshúsið þar sem hann greip í Eirík Guðmundsson, dagskrárgerðarmann og rithöfund. „Við settumst niður og smöluðum saman í kvæði úr þýðingunni á Paradísarmissi eftir John Milton.“

Það er mikilvægt að deila sögum

Í Paradísarheimt skoðar Jón Ársæll líf fólks sem gengið hefur í gegnum ótrúlegar raunir vegna geðveiki sinnar en einnig unnið mikla sigra í baráttunni við sjúkdóminn. Þættirnir standa Högna nærri, en hann hefur sjálfur glímt við geðveiki.

„Í þessum þáttum fá þau að segja frá sinni sögu og fá uppreisn æru, en þeir fjalla líka fjallar um von. Það mikilvæga í þessu öllu saman er að þetta gerir okkur svo mannleg,“ segir Högni. „Það er von, það er ljós fyrir fólk sem er að glíma við geðsjúkdóma.“ 

Högna þótti vænt um að taka þátt í verkefninu. „Það er mikilvægt að við deilum sögum og þessir þættir fjalla um það, að við eigum að vera hlý við hvert annað og reyna að setja sig í spor annarra.“

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Eins og að ganga á streng yfir hyldýpið

Mannlíf

Áföll úr æsku skilja eftir djúp spor

Íhugaði sjálfsvíg strax í barnaskóla