Höfuðáhersla á að verja almenna borgara

30.03.2017 - 07:52
epa05875601 A handout photo made available by the United Nations shows UN Secretary-General Antonio Guterres (L) speaking with school children during a visit to Zaatari refugee camp in Jordan, 28 March 2017. During a visit to Zaatari refugee camp in
Guterres ræðir við skólabörn í Zaatari-flóttamannabúðunum í Jórdaníu í fyrradag.  Mynd: EPA  -  UNITED NATIONS
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja verði höfuðáherslu á að verja almenna borgara í baráttunni um borgina Mósúl í norðurhluta Íraks.

Framkvæmdastjórinn kom til Bagdad í morgun að sögn til að kynna sér stöðu mála, ekki síst aðstoð við nauðstadda. Írakskir embættismenn segja að meira en 200.000 almennir borgarar hafi flúið frá vesturhluta Mósúlborgar síðan herinn lét til skarar skríða í síðasta mánuði til að frelsa þennan hluta borgarinnar úr klóm vígamanna Íslamska ríkisins. Hundruð þúsunda eru innikróuð í gamla borgarhlutanum í Mósúl. 

Guterres ætlar að ræða við Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, í Bagdad og halda þaðan til Arbil, höfuðstaðar Kúrdahéraða landsins.