Hindúar fá hjónabönd staðfest

20.03.2017 - 09:05
Erlent · Asía
epa05124832 A picture made available on 25 January 2016 shows a Hindu minority bridal couple attending a mass wedding ceremony in Karachi, Pakistan, 24 January 2016. The Pakistan Hindu Council organized the collective wedding for some 60 couples belonging
Par úr röðum hindúa gefið saman í Karachi í Pakistan.  Mynd: EPA
Mamnoon Hussain, forseti Pakistans, undirritaði í morgun ný lög sem heimila hindúum að skrá sig formlega í hjónaband, sækja um skilnað og giftast eða kvænast á ný.

Þá eru að sögn fréttastofunnar AFP ákvæði í nýjum lögum sem tryggja á fjárhagslegt öryggi kvenna og barna úr röðum hindúa eftir skilnað.

Allt frá því Pakistan varð sjálfstætt ríki árið 1947 hafi minnihluti hindúa ekki getað fengið lögformlega staðfestingu á hjónaböndum eða skilnuðum þar til nú.

Um 8,2 milljónir hindúa búa í Pakistan, en landsmenn eru um 180 milljónir.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV