Himnaríki og Helvíti - Þorsteinn og Iggy

Black Sabbath
 · 
Füzz
 · 
Heaven and Hell
 · 
Iggy Pop
 · 
Ronnie James Dio
 · 
Tónlist
 · 
Wacken Metal Battle
 · 
Þorsteinn Kolbeinsson
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Himnaríki og Helvíti - Þorsteinn og Iggy

Black Sabbath
 · 
Füzz
 · 
Heaven and Hell
 · 
Iggy Pop
 · 
Ronnie James Dio
 · 
Tónlist
 · 
Wacken Metal Battle
 · 
Þorsteinn Kolbeinsson
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
21.04.2017 - 12:11.Ólafur Páll Gunnarsson.Füzz
Gestur Füzz í kvöld er Þorsteinn Kolbeinsson sem hefur haldið utan um hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle á Íslandi, en keppnin fer fram 6. maí á Húrra í Reykjavík. Dio og Black Sabbath og Iggy Pop eru líka í byrjunarliðinu.

Í ár keppa 6 sveitir í úrslitum Wacken Metal Battle á Íslandi og mun 14 manna alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja eina af þeim til þess að spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims Wacken Open Air í sumar.  Þar mun sigursveitin spila fyrir þúsundir þegar hún tekur þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt hljómsveitum frá 29 öðrum þjóðum. Íslenska Sigursveitin verður 8. Sveitin sem keppir fyrir Ísland, en keppnin var fyrst haldin 2009 hér á landi.

Sérstakir gestir á Húrra verða AUÐN sem unnu keppnina hérna heima í fyrra.  Auðn endaði í 3. sæti í lokakeppninni á Wacken 2016 og í kjölfarið bauðst sveitinin samningur við eitt fremstu og virtustu þungarokks útgáfu heims – hið franska Season of Mist. Sveitin hefur spilað talsvert í útlöndum undanfarið, var á Inferno Festival í Noregi um páskana og eru núna um helgina á Roadburn Festival í Hollandi. Auðn spilar svo á Roskilde Festival nú í sumar.

Þorsteinn heimsækir Füzz um kl. 21 með uppáhalds rokkplötuna sína sem er gömul plata með Dream Theater.

Iggy Pop er sjötugur í dag og hann lætur í sér heyra í þættinum og við fáum A+B með honum að auki.

Plata þáttarins er svo Heaven and Hell með Black Sabbath, níunda breiðskífa Sabbath en jafnframt fyrsta platan (þær urðu þrjár) sem Ronnie James Dio söng á með sveitinni.

Dio sem lést 2010 kom með Sabbath til Íslands og spilaði í íþróttahúsinu á Akranesi 1992, í fyrsta og eina skiptið sem Black Sabbath spilaði á Íslandi. Um næstu helgi ætla Stebbi Jak og félagar hans að norðan að taka ofan fyrir Dio með því að spila lögin hans bæði á Græna hattinum á Akureyri og á Hard Rock Café í Reykjavík. Við ætlum að gefa miða á tónleikana í þættinum.
Óskalagasíminn er 5687-123

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.
Óli er með netfangið olipalli@ruv.is - ef það er eitthvað..

Lagalistinn:
Utangarðsmenn - Júdas Ískaríot
Black Sabbath - Neon knights (plata þáttarins)
Rainbow - Long live rock´n roll
Skunk Anansie - Weak
Audioslave - be yourself
Iggy & Stooges - Down on the street
Sólstafir - Silfur refur
Chelsea Wolf - After the fall
Rolling Stones - Hand of fate
Black Sabbath - Supernaut
SÍMATÍMI
Black Sabbath - Childrean of the sea (plata þáttarins)
Black Sabbath - Children of the grave
Dimma - Villimey
Brain Police - Jacuzzi Suzy
Kiss - Strutter
Grand Funk Railroad - Inside looking out
Queen + Elton JOhn + Axel Rose - Bohemian rhapsody (Freddy tribute concert 1992)
ÞORSTEINN KOLBEINSSON GESTUR FUZZ
Auðn - Þjáning heillar þjóðar
ÞORSTEINN KOLBEINSSON - UPPÁHALDS ROKKPLATAN
Dream Theater - Pull me under
ÞORSTEINN KOLBEINSSON - UPPÁHALDS ROKKPLATAN
Dream Theater - Metrolpolis part 1
The Who - Who are you
A+B
Iggy Pop - Lust for life (A)
Iggy Pop - Success (B)
Black Sabbath - Heaven and hell (plata þáttarins)