Guterres sigurstranglegastur

20.03.2017 - 08:41
Erlent · Asía
epa05859038 East Timor's Presidential Candidate from Fretilin party Francisco Guterres, known as Lu Olo, casts his vote during the presidential election in Dili, East Timor also known as Timor Leste, 20 March 2017. Eight candidates are competing for
Francisco Guterres á kjörstað.  Mynd: EPA
Búist er við að Francisco Guterres, frambjóðandi Fretilin-flokksins, fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru á Austur-Tímor í nótt. 

Guterres, sem almennt er kallaður Lu-Olo, er fyrrverandi skæruliði og barðist fyrir sjálfstæði Austur-Tímor. Hann nýtur stuðnings Xanana Gusmao, fyrsta forseta Austur-Tímor, og flokks hans CNRT, sem er stærsti flokkur landsins. 

Guterres bauð sig fram í forsetakosningum árið 2007 en hafði ekki erindi sem erfiði. Þingkosningar fara fram á Austur-Tímor síðar á árinu og er búist við að áfram verði þar fjölflokka stjórn eins og undanfarin ár. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV