Gömul síldarbræðsla hýsir nú listastarfsemi

Kastljós
 · 
Menningin
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni

Gömul síldarbræðsla hýsir nú listastarfsemi

Kastljós
 · 
Menningin
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
20.03.2017 - 16:47.Vefritstjórn.Kastljós, .Menningin
Í Faxaverksmiðjunni í Örfirisey er ekki lengur brædd síld. Húsið, sem nú ber heitið Marshall húsið var opnað almenningi um helgina eftir umfangsmiklar breytingar. Það hýsir nú fjölbreytta listastarfsemi og veitingastað. Menningin leit við í Marshall húsið, fylgdist með loka undirbúningi og ræddi við nýju íbúana og hvatamennina að verkefninu.

Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt, rekur upphaf verkefnisins til þess að hann og kollegi hans hafi eitt sinn óvænt komið auga á húsið. „Þá var nýbúið að rífa hérna síló og svoleiðis fyrir framan húsið og við rekum augun í þetta og höfðum einhvern veginn aldrei áttað okkur á því að þetta hús væri hérna. Það hefur mikinn karakter og við urðum mjög spenntir fyrir húsinu strax,“ segir Ásmundur.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ásmundur Hrafn Sturluson og Börkur Arnarson

Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, og Ólafur Elíasson myndlistarmaður eru meðal þeirra sem fá nýtt heimili í Marshall húsinu. „Þetta er á sama tíma og Kling og Bang og Nýlistasafnið eru að verða heimilislaus, Ólafur Elíasson hafði ég heyrt að væri að leita sér að aðstöðu. Þetta gerist allt á sama mánuðinum. Þetta verður pínulítið til, ég segi ekki að sjálfu sér, en það var augljóst að þetta ætti að gerast,“ segir Ásmundur.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Marshall-húsið var byggt árið 1948 og var að hluta til fjármagnað af Marshall-aðstoðinni sem Íslendingar fengu frá Bandaríkjamönnum eftir seinna stríð. Húsið var upphaflega byggt fyrir síldarvinnslu en var lengst af notað til bræðslu. Það er nú í eigu HB Granda og hafði staðið autt undanfarin ár en forsvarsmenn fyrirtækisins tóku strax vel í hugmyndina um nýtt hlutverk hússins. „Við mættum líka mjög góðum skilningi hjá Reykjavíkurborg, þeir áttuðu sig á því að bæði Kling og Bang, og Nýlistasafnið eru mjög mikilvægar stofnanir í íslensku menningarlífi,“ segir Börkur Arnarson, framkvæmdastjóri Gallery i8.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Eftir áratuga langa síldarbræðslu í húsinu þurfti m.a. að skipta um jarðveg undir hluta þess að losna algjörlega við fýluna. „Við vorum að álpast hérna inn og út í nokkra daga. Þegar Ási kom niður í Gallerí til mín þá var maður fljótur að vita að hann væri nýbúinn að vera í Marshall húsinu. Það var lykt af fötunum manns eftir 10 mínútur hér inni,“ segir Börkur. „Maður var eiginlega beðinn um að fara úr fötunum áður en maður kæmi heim til sín,“ segir Ásmundur.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tengdar fréttir

Menningarefni

Líf færist í Marshall-húsið