Geir Sveinsson: „Erum að nýta færin illa“

14.06.2017 - 18:49
Ísland tapaði í dag fyrir Tékklandi í undankeppni EM í handbolta. Lokatölur leiksins 27-24 Tékkum í vil. Eftir hörmungar fyrri hálfleik náði Ísland að bíta frá sér í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna leikinn undir lokin. Því miður gekk það ekki eftir og leikurinn tapaðist.

 

Geir Sveinsson: „Janus kom gríðarlega öflugur inn“

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var ósáttur með margt og mikið í fyrri hálfleik: „Þá helst nýtingu á færum, varnarleikinn vantaði allan.“ Jafnframt kom hann inn á hvað Ísland náði af fríköstum í leiknum en Ísland náði aðeins níu fríköstum í fyrri hálfleik gegn 22 í þeim síðari.

 

 

Geir hrósaði Janusi Smára fyrir innkomu hans í leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega en innkoma Janusar breytti leik Íslands til muna í dag.

Hvað varðaði sóknarleikinn í heild þá vildi Geir meina að liðið væri að fá ágætis færi heilt yfir en nýtingin færi hreinlega ekki nægilega góð. „Heilt yfir litið er það slæm nýting á dauðafærum og kannski aðeins meiri klókindi og okkur vantaði fleiri leikmenn sem væru að ná sterkari leik í dag.“

Janus Smári: „Mér finnst við betri í handbolta en þeir“

„Förum með dauðafæri þegar við getum jafnað.“ Janus Smári var pirraður með nýtingu Íslands í dag en liðið klúðraði færum á mikilvægum augnablikum í leiknum. 

Aron Rafn: „Markmiðið að ná góðum 60 mín í vörn og sókn“

Markmiðið hjá Aroni Rafni, markverði liðsins, er einfalt fyrir leikinn gegn Úkraínu á sunnudag.

Aroni fannst liðið gera of mikið af feilum og skjóta hreinlega of oft í markmann Tékka. Honum fannst hersla muninn í lokin þegar liðið var við það að koma sér inn í leikinn. 

Viðtölin við Geir, Janus og Aron má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

 

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður