Gamlir nýbylgjuhundar gelta af krafti

Gagnrýni
 · 
Meira Suð!
 · 
Poppland
 · 
Suð
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts
 · 
Menningarefni

Gamlir nýbylgjuhundar gelta af krafti

Gagnrýni
 · 
Meira Suð!
 · 
Poppland
 · 
Suð
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
17.03.2017 - 11:38.Arnar Eggert Thoroddsen.Poppland
Hljómsveitin Suð gaf fyrst út plötu fyrir sautján árum síðan, rífandi gítarrokk sem speglaði amerískt neðanjarðarrokk þess tíma. Meira Suð! er plata sem fylgir sömu forskrift og er það hið allra besta mál. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Tvíburarnir Helgi og Kjartan Benediktssynir skipa Suð ásamt Magnúsi Magnússyni og það tríó gaf út plötuna Hugsanavélin árið 1999, fyrir átján árum síðan. Tildrögin að þessari seinni plötu eru skondin og má lesa um þau á sud.is. Sveitin lagðist sumsé í hýði skömmu eftir 2000 en 2014 var ákveðið að láta til sín taka á ný. Meðlimir komust þó fljótlega að því að allt tónlistarlegt fingraminni var gufað upp. Hvorki gekk né rak að spila lög, hvort heldur þeirra eigin eða annara. Loks var brugðið á það ráð að semja bara nýtt efni, til að stytta sér leið, og sjá, lögin hófu að hrannast upp og minnisgloppustíflan brast.

Hrátt

Meira Suð! er góð plata. Hugsanavélin innihélt hrátt og einlægt nýbylgjurokk að amerískum sið; sveitir sem gáfu út hjá Matador Records augljós áhrif en líka Pavement, Dinosaur Jr. og sá pakki allur. Hugsanavélin var um margt vel heppnaður gripur og líkt er með þessa plötu hér þar sem róið er á sömu mið fagurfræðilega sem stemningslega. Hljómur er góður; þéttur, djúpur og kraftmikill, lagasmíðar góðar og glúrnar þar sem ekki er keyrt á sömu formúlunni allan tímann, líkt og var reyndar gert á Hugsanavélinni. Spilamennska er flott og hæfir efniviðnum og andinn – og það er það mikilvægasta – einhvern veginn heilnæmur og frískur. Það var greinilega gaman að hræra í eina plötu loksins! Megi þær verða fleiri.

Tengdar fréttir

Tónlist

Suð - Meira suð

Tónlist

Þeir fiska sem róa

Tónlist

Sextíu ár af ljúfum söng

Tónlist

Í uppgjöfinni felst mesti sigurinn