Gaf sig fram við lögreglu í Belgíu

21.04.2017 - 08:59
epa05918475 French Police officers react after a shooting in which one police officer was killed along with their attacker and another two police officers wounded in a terror attack near the Champs Elysees in Paris, France, 20 April 2017. Three police
Mikil öryggisgæsla er í París eftir árásina í gær.  Mynd: EPA
Maður sem franska lögreglan leitaði að vegna ábendinga frá yfirvöldum í Belgíu hefur gefið sig fram við belgísku lögregluna. Franska innanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun og sagði að maðurinn hefði gefið sig fram við lögreglu í Antwerpen.

 Franska lögreglan fékk ábendingu um manninn árásina í París í gær, þegar lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðir. Ekki var þó ljóst hvort hann væri talinn tengjast henni. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.