Fyrsti sigur Rússlands á EM

17.07.2017 - 18:03
Mynd með færslu
 Mynd: UEFA  -  Skjáskot
Rússland lagði Ítalíu í fyrri leik dagsins á EM kvenna í fótbolta í Hollandi í dag. Þetta var fyrsti sigurleikur Rússlands í lokakeppni EM í 15. tilraun.

Rússar settu mikla pressu á ítölsku varnar- og miðjumennina frá upphafi leiks í Hollandi í dag. Það skilaði þeim tveimur mörkum í fyrri hálfleik, annars vegar frá Elenu Danilovu á 9. mínútu og hins vegar frá Elenu Morozovu á 26. mínútu.

Besti maður Rússa var þó markvörðurinn Tatyana Scherbak sem er aðeins 19 ára gömul. Hún varði trekk í trekk meistaralega frá ítölsku leikmönnunum og var lykilmaður í 2-0 sigri Rússlands.

 

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður