Fyrrum landsliðsmaður lést eftir hjartastopp

21.04.2017 - 08:34
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Knattspyrnumaðurinn Ugo Ehiogu, fyrrum leikmaður Aston Villa og enska landsliðsins, lést í morgun 44 að aldri eftir að hafa fengið hjartastopp á æfingasvæði Tottenham Hotspur þar sem hann vann sem þjálfari.

 Snemma í morgun fékk Ehiogu hjartastopp og var strax farið í aðgerðir til að reyna að bjarga honum, honum var svo keyrt upp á spítala þar sem endurlífgunaraðgerðir hófust, en án árangurs.

Ehiogu þjálfaði lið skipað leikmönnum undir 23 ára aldri hjá úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur, en sjálfur lék hann mest allan sinn feril með Aston Villa og vann meðal annars deildarbikarinn með þeim árin 1994 og 1996.  Ehiogu á einnig fjóra landsleiki fyrir enska landsliðið.

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður