Frestur til myndunar heimastjórnar lengdur

21.04.2017 - 09:28
BELF01 - 19991128 - BELFAST, UNITED KINGDOM : People walk 28 November 1999 down the road from Stormont Castle in Belfast, where proceedings resume 29 November on the forming of the power-sharing government. The Ulster Unionist Council voted 27 November
Stormont-kastali, aðsetur norðurírska þingsins.  Mynd: EPA
Breska stjórnin er reiðubúinn til að lengja frest sem gefinn var til myndunar nýrrar heimastjórnar á Norður-Írlandi. Þetta sagði í tilkynningu sem James Brokenshire, ráðherra málefna Norður-Írlands, sendi frá sér í morgun.

Þar sagði ráðherrann að ef ekki tækist að semja um nýja heimastjórn fyrir þingkosningarnar í Bretlandi 8. júní yrði að vera sveigjanleiki fyrir stjórnvöld í Lundúnum og flokkana á Norður-Írlandi að ljúka samningum. Kveðið væru á um það í nýju frumvarpi til laga að veita frest til 29. júni.