Framlengt í þremur leikjum af fjórum

20.04.2017 - 21:56
epa05918203 Manchester United's Paul Pogba (L) in action during the UEFA Europa League quarter final, second leg soccer match between Manchester United and RSC Anderlecht at Old Trafford in Manchester, Britain, 20 April 2017.  EPA/PETER POWELL
 Mynd: EPA
Framlengja þurfti í þremur af fjórum leikjum 8 liða úrslita Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Manchester United, Ajax, Lyon og Celta Vigo komust í undanúrslit.

Man Utd-Anderlecht

Man Utd gerði 1-1 jafntefli við Anderlecht rétt eins og úrslitin urðu í fyrri leiknum í Belgíu. Marcus Rashford skoraði í framlengingu og tryggði Man Utd 2-1 sigur. Henrikh Mkhitaryan kom United yfir 1-0 en Sofiane Hanni jafnaði Anderlecht 1-1.

Schalke-Ajax

Framlengingu þurfti einnig í viðureign Schalke og Ajax. Schalke vann 2-0 eftir venjulegan leiktíma og komst svo í 3-0 snemma í framlengingunni. Ajax svaraði hins vegar með tveimur mörkum á 111. mínútu og 120. mínútu og vann samanlagt 4-3.

Besiktas-Lyon

Besiktas vann Lyon 2-1 jafntefli en samanlögð úrslit urðu 3-3. Ekkert var skorað í framlengingu og Lyon hafði svo betur í vítaspyrnukeppni þar sem þurfti þrjár umferðir af bráðabana. 

Genk-Celta Vigo

Aðeins Celta Vigo komst áfram án þess að fara í framlengingu. Spænska liðið gerði 1-1 jafntefli við Genk í Belgíu og vann samanlagt 4-3.

Dregið verður í undanúrslit Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar á morgun föstudag.

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður