Forréttindi að vinna heima

20.03.2017 - 10:34
Júlíana Einarsdóttir hefur alla tíð umvafið sig blómum. Hún lærði blómaskreytingar og býr nú á Suðurá í Mosfellsdal þar sem hún sinnir sínu helsta áhugamáli og atvinnu.

„Ég hef alltaf verið dálítið mikill krummi. Ég er mikið að labba um og fallegir steinar eða fallegar greinar; ég sé eiginlega alltaf hvað er hægt að nýta þetta," segir Júlí. 

Náttúran hefur alltaf átt stóran sess í hjarta hennar og hún hefur unnið með alþjóðlegum blómskreytingahópi, LandArt, að sköpun ýmiss konar landslagsgjörninga. Allur efniviður er sóttur í náttúruna og verkin enda líf sitt líka þar án þess að skilja eftir sig spor. 

„Við erum svo heppin að búa hér í Mosfellsdalnum. Hérna erum við með hestana okkar og við erum með hund og kött og landnámshænur náttúrulega þannig að við erum með egg og erum sjálfbær í því. Við erum með ræktun á eigin grænmeti og við erum með dálítið mikið af berjum."

Landinn heimsótti Suðurá í Mosfellsdal. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. 

 

Mynd með færslu
Edda Sif Pálsdóttir
Landinn