Formaður FA vill opna umræðuna

16.05.2017 - 15:00
epaselect epa05358400 A Russia supporter (L) clashes with an England supporter (R) in the stands during the UEFA EURO 2016 group B preliminary round match between England and Russia at Stade Velodrome in Marseille, France, 11 June 2016.
Átök blossuðu upp milli áhangenda á leik Rússlands og Englands.  Mynd: EPA
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, segir að tilraunir sínar til að ræða opinberlega við samkynhneigða knattspyrnumenn í Englandi hafi ekki skilað árangri sökum þess að enginn þeirra er tilbúinn að koma út úr skápnum.

Clarke var staddur á Stonewall Rainbow Laces góðgerðasamkomunni sem fór fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United nú á dögunum en BBC greinir frá þessu.

Í ræðu sinni á samkomunni sagði Clarke að eitt hans fyrsta verk sem formaður enska knattspyrnusambandsins hefði verið áætlun um að opna umræðuna varðandi samkynhneigð í enskri knattspyrnu.

Það hefur ekki borið árangur sem erfiði en Clarke tók við embætti í ágúst 2016. Þrátt fyrir að hafa talað við samkynhneigða íþróttamenn úr ýmsum íþróttum, svo sem krikket og ruðningi þá hefur enginn knattspyrnumaður viljað opinberlega stíga fram og viðurkenna að hann sé samkynhneigður.

Clarke segir að kvenna knattspyrnan eigi ekki í erfiðleikum sem þessum en þar sé mun opnari umræða um samkynhneigð og lítil sem engin merki um að leikmenn verði fyrir fordómum vegna þessa.

Engin fordæmi

Aðeins einn leikmaður á Englandi hefur komið út úr skápnum á meðan hann var ennþá að spila. Það var Justin Fashanu árið 1990. Hann tók sitt eigið líf árið 1998, aðeins ári eftir að hann hætti að spila.

Það eru einnig fá dæmi um að leikmenn sem hafi lagt skóna á hilluna en hinn þýski Thomas Hitzlsperger sem lék með Aston Villa hér á árum áður er sá eini sem hefur komið út úr skápnum. Gerði hann það aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann hætti að spila.

Mynd með færslu

Samfélagsleg breyting

Clarke viðurkennir að það sé erfitt að finna lausn á þessu tiltekna vandamáli. Hann telur að það gæti hjálpað leikmönnum ef fleiri en einn myndu opinberlega stíga fram á sama tíma. Þá myndi umtalið og athyglin ekki leggjast öll á þennan eina einstakling.

Jafnframt telur Clarke mjög mikilvægt að leikmenn hefðu fullan stuðningþyrftu frá bæði liðum sínum, samherjum og öðrum leikmönnum.

Að lokum sagði Clarke að viðhorf almennings séu að breytast. Ungt fólk í dag sé upp til hópa mun opnara en hér áður fyrr og fordómar séu á undanhaldi. Hann telur þó að samfélagið þurfi að vera opnara og að þeir leikmenn sem vilji koma út úr skápnum þurfi að finna til öryggis. 

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður