FH hafði betur gegn Keflavík

18.03.2017 - 15:20
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
FH vann 3-2 sigur á Keflavík í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu en leikið var í Reykjaneshöllinni. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Atli Viðar Björnsson kom Íslandsmeisturunum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks. Forystan varði skammt því Leonard Sigurðsson jafnaði skömmu síðar fyrir Keflavík.

FH náði tveggja marka forystu með mörkum frá Steven Lennon og Halldóri Orra Björnssyni. Adam Árni Róbertsson náði að minnka muninn fyrir Keflavík í uppbótartíma.

FH er á toppi A-riðils með 9 stig að loknum fjórum leikjum en Keflavík kemur í öðru sæti með 7 stig.

Staðan í A-riðli Lengjubikarsins

Upplýsingar um markaskorara fengar af fótbolti.net

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður