Fékk árs keppnisbann eftir fund með Obama

21.04.2017 - 10:20
Mynd með færslu
 Mynd: IAAF  -  RÚV
Ólympíumeistarinn í grindaahlaupi kvenna Brianna Rollins hefur verið bönnuð frá þátttöku næsta árið eftir að hafa misst af þremur lyfjaprófum árið 2016. Eitt af lyfjaprófunum sem hún missti af var á meðan hún var að hitta Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta í hvíta húsinu.

Rollins sem vann til gullverðlauna í 100 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í sumar, sagði á Instagram síðu sinni að þetta væri það erfiðasta sem hún hefði lent í á sínum ferli eftir frábært tímabil árið 2016.

Rollins sem er stórt nafn í frjálsíþróttaheiminum missti af þremur lyfjaprófum á tólf mánaða tímabili en í reglum alþjóða lyfjaeftirlitsins er það bannað.  Einnig tekur eftirlitið fram að henni hafi ekki tekist að skila nægilega góðum fjarvistarsönnunum til að taka þær trúverðugar.  Rollins missti af fyrsta lyfjaprófinu í apríl og svo tveimur í september.  Bæði lyfjaprófin í september voru annars vegar þegar hún var í heimsókn í hvíta húsinu hjá forseta Bandaríkjanna og hins vegar þegar hún var að ferðast til Flórída og fagna 'Brianna Rollins Day' eða Brianna Rollins dagurinn í heimabæ hennar.

 

POTUS: You did that Me: I'm just tryna be like you Mr.President POTUS: Just call me Obama Me: CAPTION THIS!

A post shared by Brianna Rollins (@brirollin) on

Öll hennar úrslit frá 27. september árið 2016 og til dagsins í dag verða dæmd ógild en það var í þriðja skiptið sem hún mætti ekki í lyfjapróf.  Það þýðir að hún fær að halda gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Ríó.

 

 

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður