Fávitinn fertugur í dag

Lestin
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Fávitinn fertugur í dag

Lestin
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
18.03.2017 - 17:07.Eiríkur Guðmundsson.Lestin
Í dag eru 40 ár síðan platan The Idiot með Iggy Pop kom út. Hún skartaði svart-hvítu umslagi, framan á því er maður í þröngum jakka og gallabuxum, hann pósar og það er engu líkara en hann ætli sér að stöðvar regnið með útréttum höndunum.

Platan sem kom úr 18. Mars 1977, er fyrsta sólóplata Iggy Pop, eftir að hljómsveit hans Stooges lagði upp laupana. Platan var unnin í samstarfi við David Bowie, sem var meðlagahöfundur og pródúser. Síðar þetta ár gáfu þeir einnig út aðra plötu, Lust for Life. Idiot þykir meðal allra bestu platna Iggy Pop en titillinn er tekinn frá skáldsögu Dostoyevski sem bæði hann, Bowie og upptökustjórinn Tony Visconti höfðu dálæti á.

Platan þykir hafa haft mikil áhrif á síðpönktónlist sem og þá listamenn sem kenndir eru við gotnesku. Hljómsveitir eins og Depache Mode, Killing Joke, Nine Inch Nails og Joy Division gengust allar við þeim áhrifum en söngvari þeirra síðast nefndu, Ian Curtis, fannst látinn eftir að hafa svipt sig lífi þann 18. Maí árið 1980, snerist platan The Idiot enn á grammafóninum.

Nöturlegur hljóðheimurinn á fyrstu plötu Joy Division rímar vel við The Idiot.

Lögin af henni hafa gengið í endurnýjun lífdaga í flutningi listamanna eins og Grace Jones, Human League, Bauhaus, R.E.M. og Boy George, og svo tók Bowie upp sínar eigin útgáfur af lögunum Sister Midnight, sem á Lodger nefndist Red Money, og China Girl sem sló rækilega í gegn í útgáfu Bowies þegar það kom út á Let‘s Dance 1983.

Grace Jones tók lagið Nightclubbing upp á sína arma og nýtti einnig sem nafn á frábæra breiðskífu sína frá 1982.

The Idiot var tekin upp í hljóðverum í Frakklandi, Munchen og Berlín, meðal annars í Hansa stúdíóinu í Berlín þar sem margir þekktir tónlistarmenn hafa tekið upp sögufræg verk. Sjálfur sagði Iggy Pop að platan væri eins konar stefnumót þar sem bandaríski soul-söngvarinn James Brown mætir þýsku raftónlistarsnillingunum í Kraftwerk. Áhrifin frá þýska Kraut-rokkinu eru sömuleiðis augljós og með plötunni birtist hlustendum nýr Iggy Pop. The Idiot er myrk, hrá og vélræn, en líka fersk og hefur elst vel.

Eiríkur Guðmundsson ræddi plötuna The Idiot í Lestinni.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Tónlistin er lífið, og lífið er enginn bransi

Mannlíf

Amnesty biður Iggy Pop afsökunar

Mannlíf

Ingvar, Sam Shepherd og Iggy Pop