Emilíana fer yfir farsælan feril ásamt Sinfó

Emilíana Torrini
 · 
RÚV
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Emilíana fer yfir farsælan feril ásamt Sinfó

Emilíana Torrini
 · 
RÚV
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
17.04.2017 - 14:05.Vefritstjórn.RÚV
Emilíana Torrini kom fram á tónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í maí á síðasta ári, þar sem hún söng mörg af sínum þekktustu lögum við undirleik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónleikarnir verða sýndir í heild sinni á RÚV í kvöld.

23 ár í bransanum

Flestir Íslendingar kannast við Emilíönu Torrini enda er hún einn okkar farsælasti tónlistarmaður, jafnt hérlendis sem á alþjóðlegum vettvangi. Ferill hennar spannar á þriðja áratug, en hún vakti fyrst athygli 16 ára gömul árið 1994 þegar hún sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna og í kjölfarið sem söngkona hljómsveitarinnar Spoon, en hún var einnig meðlimur GusGus um tíma.

Emilíana hefur lengst af búið og starfað erlendis og gefið út fjórar breiðskífur með frumsömdu efni; Love In The Time of Science (1999), Fisherman‘s Woman (2004), Me and Armini (2008) og Tookah (2013). Hún samdi lagið Gollum's Songs fyrir stórmyndina The Lord of the Rings: The Two Towers árið 2002 og hefur þar að auki starfað með hinum ýmsu poppstjörnum. Emilíana fékk m.a. tilnefningu til Grammy-verðlauna árið 2005, fyrir þátt sinn í laginu Slow með Kylie Minouge.

Emilíana Torrini og Sinfó

Emilíana Torrini og Sinfó er á dagskrá RÚV kl. 22.05. Hér fyrir ofan má sjá brot af tónleikunum, þar sem Emilíana syngur lag sitt „Ha Ha“, sem kom upphaflega út árið 2008 á plötunni Me and Armini.

Meðal annarra laga Emilíönu sem flutt voru á tónleikunum eru Jungle Drum, Nothing Brings Me Down, Hold Heart og Life Saver. Hljómsveitarstjóri er Hugh Brunt, sem er aðalstjórnandi London Contemporary Orchestra, en um útsetningar sáu Albin de la Simone, Claudio Puntin, Hugh Brunt, Mara Carlyle, Max de Wardener og Viktor Orri Árnason.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Leið eins og ég væri bara einhver raketta“

Einlæg Emilíana Torrini