Eins og að ganga á streng yfir hyldýpið

Heilbrigðismál
 · 
Innlent
 · 
Bókmenntir
 · 
Paradísarheimt
 · 
Menningarefni

Eins og að ganga á streng yfir hyldýpið

Heilbrigðismál
 · 
Innlent
 · 
Bókmenntir
 · 
Paradísarheimt
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
05.03.2017 - 13:57.Vefritstjórn.Paradísarheimt
Bjarni Bernharður Bjarnason, málari og rithöfundur, er einn hinna fjölmörgu sem hafa átt við geðrænan vanda að stríða. Í dag málar hann myndir og yrkir ljóð. „Það er logn í huganum þegar ég mála. Stormur þegar ég skrifa,“ segir Bjarni.

Bjarni, í geðrofi og undir áhrifum LSD, varð manni að bana 1988. Hann sat í einangrun í Síðumúlafangelsi í 5 og hálfan mánuð. „Ég harmaði fyrst og fremst hvernig farið hefði fyrir lífi mínu,“ segir hann aðspurður um hvað hafi gengið á í huga hans í fangelsinu. „Ekki þar fyrir að það líði ekki sá dagur að mér verði ekki hugsað til manndrápsins og þess sem gerðist. Þetta er orðið að einhvers konar útlimi á mínu lífi, sem fylgir mér eins og skuggi.“

Þurfti lítið til að stjaka honum fram af brúninni

Bjarni er fæddur á Selfossi, systkinin voru ellefu talsins og hann var kjaftfor og uppvöðslusamur að eigin sögn.  Tilfinningakuldi móður og slæm framkoma föður var það sem mótaði hann.

Mynd með færslu
 Mynd: úr einkasafni  -  Paradísarheimt

„Þetta var LSD. Sýrutryllingur,“ segir Bjarni, spurður að því af hverju hann hafi orðið svona veikur. „Nú er ég ekki að segja það að LSD sé um að kenna hvernig fór, heldur líka það hvernig ég mætti til leiks, 24 ára gamall í Kristjaníu, komandi frá bernsku minni og ungdómsárum. Illa farinn af meðhöndlun og hrakinn í lífinu.“

„Það þurfti lítið til, til að stjaka mér fram af brúninni,“ segir Bjarni, sem segir geðklofan vera líkan því að ganga á streng yfir hyldýpisgljúfur.

Jón Ársæll ræðir við Bjarna Bernharð Bjarnason í næsta þætti af Paradísarheimt, sem er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 20.15. Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Áföll úr æsku skilja eftir djúp spor

Mannlíf

„Kvíði er alveg hræðilegt fyrirbrigði“

Innlent

„Reyndi að deyfa sársauka með öðrum sársauka“

Íhugaði sjálfsvíg strax í barnaskóla