CHP reynir að fá úrslitum hnekkt

21.04.2017 - 13:18
Erlent · Asía
epa05882782 Kemal Kilicdaroglu, leader of the Republican People's Party (CHP), speaks to his supporters as they hold Turkish flags and shout slogans for 'Vote No' referring to upcoming referendum during a rally for opening ceremony of
Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðveldisflokksins CHP.  Mynd: EPA
Forystumenn tyrkneska Lýðveldisflokksins CHP hafa leitað til æðsta dómstóls landsins til að reyna að hnekkja úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd forseta landsins.

Tillaga þess efnis var samþykkt með 51,4 prósentum atkvæða, en forystumenn CHP gera athugasemdir við það að kosningareglum skyldi hafa verið breytt eftir að kjörfundur hófst.

Yfirkjörstjórn ákvað að taka gild kjörgögn sem ekki höfðu verið stimpluð eins og þau áttu að vera. Þetta segja forsvarsmenn CPH brjóta í bága við lög. 

Lýðræðisflokkurinn HDP, sem hliðhollur er Kúrdum, hefur einnig farið fram á að þjóðaratkvæðagreiðslan verði úrskurðuð ógild. 

Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði hins vegar í dag að það væri ekki lýðræðislegt að leita til dómstóla til að reyna að fá samþykkt meirihluta þjóðarinnar breytt.